Sparkvöllur Fífulind/Fitjalind

Sparkvöllur Fífulind/Fitjalind

Ekki þarf mikið til að lappa aðeins uppá litla gamla malarvöllinn sem er við hliðina á leikskólanum Dal. Þar væri annaðhvort hægt að tyrfa eða setja gervigras þannig að völlurinn nýttist betur, leikskólinn Dalur gæti notað hann meira og með stækkandi byggð nýtist hann fleirum.

Points

Gamall lítill malarvöllur sem er aldrei í notkun en gæti hleypt smá lífi í hverfið.

Völlur er einnig merktur sem Körfuboltavöllur í mörg ár á vef bæjarins. Hefur ekki verið framkvæmt

Síðustu tvö ár hefur verið unnið við leikskólann Dal sem er vel. Eftir er hins vegar að setja upp girðingu við norðurhluta vallarins. Ef ekki stendur til að lappa upp á lúinn mörk og möl eða setja upp girðingu, þá myndi ég óska eftir að völlurinn yrði tyrfður, sett upp íþróttatæki, vatnsbrunnur líkt og sjá má við ,,tjörnina" hjá Kópavogsvelli.

Ég var búin að spyrjast fyrir hjá Kópavogsbæ um þennan völl fyrr á árinu og fékk þau svör að til standi að setja gervigras á hann þegar skipt verður um gras á Kórnum. Þetta yrði jafnvel framkvæmt strax á næsta ári, svo það væri gaman að heyra í þeim hvernig staðan á þessu verður þegar kosningar um innsendar hugmyndir hefjast á næsta ári.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information