Teknar yrðu saman upplýsingar um eldri borgara og öryrkja á Flateyri/Önundarfirði, þarfir þeirra og óskir kannaðar. Listi með nöfnum, netföngum eða símanúmerum eldir borgara og öryrkja verði tekinn saman í þeim tilgangi að koma upplýsingum um þjónustu og atburði á framfæri og líka til að koma ábendingum um bætta þjónustu til þeirra sem hana veita.
Þetta er meðal annars mikilvægt þar sem Félag eldri borgara í Önundarfirði hefur ekki starfað í nokkur ár og félagsþjónusta á vegum Ísafjarðar sem áður var fjölbreytt felst nú í því að boðið er upp á kaffibolla, borð og stóla í Hafnarstræti 11. Ekkert upplýsingafæði er milli félagsþjónustunnar og eldri borgara, m.a. ekki tilkynnt að hausti hvað sé í boði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation