Lífsgæði íbúa á öllum aldursstigum tryggð með góðu aðgengi að hreyfingu og frístundastarfi. Heilbrigði felur í sér andlega, félagslega og líkamlega vellíðan og skiptir alla máli óháð aldri. Áhersla er á að auka lífsgæði íbúa með góðu aðgengi að mannvirkjum og aðstöðu innan og utandyra þar sem heilsueflandi starfsemi fer fram. Íbúar á öllum aldursstigum eigi þess kost að stunda skipulagða hreyfingu og taka þátt í uppbyggjandi frístundastarfi. Áfram verði unnið að mótun úrræða til að stuðla að heilsueflandi hegðun og þátttöku ólíkra samfélagshópa í skipulagðri hreyfingu og tómstundumog þannig aukinni virkni í samfélaginu. Í samstarfi við velferðarsvið verði einnig hugað að því að tryggja samfellu í þjónustu við ólíka hópa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation