Endurgera körfuboltavöllinn við Torfnes
Endurgera þarf völlinn. Setja nýtt yfirborðsefni og körfur.
Körfuboltavöllurinn sem er nú á Torfnesi er algjörlega til skammmar, ryðgaður og einfaldlega ónýtur. Körfubolti er ein vinsælasta íþróttin í heiminum og verðum við að gera betur í útiaðstöðu fyrir krakkana okkar. Það er enginn boðlegur úti körfuboltavöllur í sveitarfélaginu.
Það er mjög mikilvægt að endurbæta aðstöðu til að spila körfubolta á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ. Nýr völlur við Torfnes væri skref í þá átt og mikilvægt fyrsta skref. Þess utan þarf líka að setja upp körfur á skólalóðina við GÍ, þar sem aðeins ein karfa í slæmu ástandi og með slæmu undirlægi er til staðar. Einnig þarf að bæta körfur og undirlag á Flateyri og Þingeyri, Suðureyri er sennilega eini grunnskólinn í Ísafjarðarbæ með þokkalegan körfuboltavöll (sem þó er hluti af fótboltavelli).
Í mörg ár hefur Kkd. Vestra/KFÍ bent á að núverandi útivöllur er ónýtur. Ísafjörður er körfuboltabær og hefur verið lengi. Það er því óboðlegt að ekki skuli vera betri aðstaða til að spila utandyra.
Körfuboltinn er í mikilli uppbyggingu hér á Ísafirði og er því virkilega mikilvægt að það sé almennilegur körfuboltavöllur fyrir krakkana til að æfa sig utan æfingartíma! þetta stuðlar líka á útiveru barna sem er virkilega ábótavant.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation