Mörg söfn ættu að geta orðið til á Suðurlandi og stýðja við aukningar í ferðamennsku : Stríðsminjasafn á Selfossi vegna Kaldaðarnesflugvallar. Saga Loftsstaðir í Flóa, Stokkseyrarbakka, Selvog, árabátaöld, ætti að gera hærra undir höfði. Núverandi sjóminjasafn á Eyrarbakka er frekar gamaldags, þ.e. einungis uppstilling muna og ætti nútímagrafík að geta bætt þar úr og gera safnið líflegra.
Stríðsminjasafn : Margur ferðamaður hefur litla þekkingu á því sem gerðist í seinni stríð á Íslandi og hefur verið gefið í skýn að lítið sem ekkert gerðist hér. Útvarpið hefur gerð nokkra þætti um stríðsatburði og er margt sem er athýglisvert. Á Kaldaðarnesflugvöllinn var fyrsta herflugvöllur Breta og eru flugbrautirnar ansi vel varðveittar. Restir af mannvirkjum eru þar ennþá og á Hellisheiði eru hluti úr flugvélum sem brotlentu í flugtakinu frá flugvellinum. 540 menn týndu lífinu hér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation