Þýskaland hefur náð framúrskarandi árangri í að búa til hálaunuð störf í gegnum lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa einkenni sem eru önnur en fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði. Þetta eru fyrirtæki sem eru talin í fremstu röð á heimsvísu. Oftast með mjög þröngan fókus og eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, heldur eru í eigu fjölskyldu eða standa utan hlutabréfamarkaða og starfa ekki með áherslu á að hámarka skammtímahagnað. Við þurfum íslenska útgáfu af þessu.
Þýskaland hefur náð frábærum árangri í sínu efnahagslífi og það er ekki hvað síst að þakka Mittelstand fyrirtækjunum. Þau skapa hálauna störf fyrir menntafólk, eitthvað sem Ísland þarf sannarlega á að halda til að auka hér á fjölbreytni í atvinnulífinu og koma í veg fyrir að atvinnulíf verði hér störf í frumgreinum og þjónustu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation