Mætti alveg breyta að 25 ára og eldri fái jafnan aðgang

Mætti alveg breyta að 25 ára og eldri fái jafnan aðgang

Mætti breyta lögum að 25 ára og eldri geti menntað sig alveg eins og þau yngri. Fyrir vikið fara þessir hópar ekki að mennta sig þar sem þeir fá ekk lán hjá Lín og hafa ekki efni að vinna og læra nám er dýrt.Þetta er óréttlátt

Points

Sá lengi lærir sem lifir. Við búum í þekkingarsamfélagi og ættum að eiga rétt á að mennta okkur þegar við erum til þess bær. Annað er skerðing á persónufrelsi.

Þarna er gert upp á milli hópa og mundi ég vilja vita afhverju þessir hópar 25 ára og eldri eru settir á gaddinn hvað varðar menntun.

Það hafa ekki allir tök á því að fara í Keili eða Mími. Fólk sem býr úti á landi vill oft frekar vera í sinni heimabyggð og á jafnvel ekki heimangengt um lengri tíma fyrir utan að námið í Keili er miklu dýrara.

Frelsi einstaklingsins til að mennta sig ætti að vera haft í hávegi. Fólk hefur ýmsar ástæður til að flosna upp úr skóla og okkur ber skylda til að veita öllum jafnt frelsi til að mennta sig, óháð aldri, kyni, uppruna o.s.fv.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information