Sálfræðiaðstoð fyrir unglinga.

Sálfræðiaðstoð fyrir unglinga.

Bjóða framhaldsskólanemum upp á sálfræðiþjónustu sem er á viðráðanlegum kostnaði.

Points

Margt ungt fólk sem er í framhaldsskóla er haldið þunglyndi og þetta tímabil í lífi fólks er virkilega viðkvæmt fyrir sveiflum, kvíða og öðru slíku. Bara með einum eða tveimur tímum er hægt að hjálpa fullt af fólki og það myndi skila sér margfald til baka. Það eru svo margir sem flosna upp úr námi og finna ekki sinn farveg vegna þunglyndis eða kvíða, með þessu væri virkilega hægt að efla einstaklinga og veita þeim hugrænar auðlindir sem þau geta nýtt til sjálfseflingar.

Sálfræðiþjónusta á ekki að vera á sanngjörnu verði heldur hluti af þeirri þjónustu sem framhaldskólar veita. Þetta er hluti að því að þroskast á framhaldskólastigi að fá andlegan stuðning, námsráðgjöf og námsaðsoð. Þverfaglega og heildræna þjónustu við nemendur framhaldskóla sem og grunnskóla.

Hér er mál sem er komið fram á Alþingi um sama efni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information