Almannatryggingar

Almannatryggingar

Hækkn lífeyris almannatrygginga auk leiðréttinga aftur í tímann óhjákvæmilega. Og afnám að mestu eða öllu leyti varðandi skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna tekna fólks úr lífeyrissjóði. Tekið verði á þeim mannréttindabrotum gagvart lífeyrisþegum (öryrkjum og öldruðum) sem líðast á sviði lyfja- og lækniskostnaðar, samgöngukostnaðar, húsnæðiskostnaðar, matarkostnaðar ofl. ofl.

Points

Skelfileg staða yfirgnæfandi meirihluta lífeyrisþega á allan hátt

Það væri betra að eiga fyrir leigu og mat, og ekki þurfa að velja á milli hvort sé nauðsinlegra að borga.

Það er ekki nokkur leið á að ná endum saman á þessum bótum, við erum 4 í heimili og erum bæði öryrkjar þegar við erum búin að borga allt eigum við max 70.000 eftir til að eiga fyrir mat og öðrum nauðsinjum semer eingan vegin nó.

Þetta gengur ekki, Hvers vegna er Ör-bandl ekki búnir að kæra þetta..Það lifir enginn á þessu. Við erum manneskjur, ekki drasl..Ein búin að fá nóg. Veit um marga sem eiga ekki til síðust 2 vikurnar í hverjum mán. Og geta ekkert leift sér, nema lyf, mat,netið og síma..fl.

ég veit ekki til að velferðarráðuneytið hafi viðurkennt hvað þurfi til framfærslu, en það sést á neysluviðmiðum sem voru sett upp til að skapa umræðu um hvað þarf til framfærslu, að einstaklingur þarf um 220 þús á mánuði, fyrir utan húsnæðiskostnað. https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/

fáránlegt að börn öryrkja verði að "flytja að heiman" við 18 ára aldur... til að foreldrið haldi heimilisuppbótinni.

Fellið niður króna á móti krónu strax, þetta er hreinn og klár þjófnaður, látið vera að skerða örorkulífeyri ef fólk er með tekjur úr lífeyrissjóði og hækkið persónuafsláttinn strax í 150 þúsund.

Þetta er bara svo skammarlegt að maður skammast sín fyrir að vera íslendingur, að allt þurfi að sitja á hakanum og manni líði eins og 3. flokks fólki er bara ekki boðlegt á þessum tíma. Ég mun reyna að flytjast á brott eins og margir öryrkjar neyðast til. Við flýjum ekki stríð, við flýjum skömmina sem fylgir þessu viðmóti stjórnarinnar til okkar og þeirra einbeitta brotavilja að búa til fátæklinga úr okkur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information