Verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis)

Verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis)

Frumvarp til laga. Verslun með áfengi og tóbak o.fl.. Hagstjórn. Fjárreiður ríkisins. Málið á Alþingi: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=146&mnr=106

Points

Dýrara áfengi hækkar og tegundum fækkar.👎

Aukin hagnaður smávöruverslunar á kostnað vöruúrvals og þjónustustigs.

Mig langar til að vita hvað það er sem hefur hefur lækkað við að einkavæða það, heitavatnið? Bækur? Aflestur rafmagnsmæla? Samgöngur? BANKAVEXTIR? Er ekki almenningur búin að opna augun eða er sannanlega nóg að halda 51% ánægðu til að geta haldið áfram að stettarskifta landinu til þóknunar 1%?

Þetta er á mörgum stöðum svona úti og hefur það ekki verið vesen þar-skil ekki hvað ætti vera öðruvísi hjá okkur. Hugsa margir séu bara "hræddir" við breytingar hér á litla Íslandi en fólk á eftir að venjast þessu.

Þaðmælir allt með því að hafa áfengi með öðrum drykkjum ástæðulaust að vera að skilja þetta frá hvert öðru Gin og tónic í sömu búð takk

Lögleg vara, mun flytjast úr sérstakri verslun sem selur bara áfengi yfir í verslun sem mun selja fultaf værum + áfengi, til þæginda fyrir alla, Held einnig í dag niðurgreiði ríkið áfengi ofan í landann, sé ekki forvörn í því!

Algjörlega á móti. Ef þetta fer í verslanir minnkar og mögulega versnar úrvalið. Fínt eins og þetta er. Fagaðilar á staðnum sem vita hvað þeir tala um!

Mér finnst ad thad verdur best bara ad halda áfram bara eins og er. Ég er frá Skotlandi og thar, thad er hægt ad kaupa bjór, vín og sterk áfengi alls stadar og núna, thad er ódyrara ad kaupa áfengi en kók! Thetta er vandamálid, og vegna pess ég er á móti.

Áfengi er ekki venjuleg vara. Það er ekki einu sinni munaðarvara. Það er hættulegt efni, vímuefni, jafnvel eiturefni. Samfélaginu ber skylda til að gera allt sem það getur til að draga úr neyslu þess vegna þess hversu hættulegt það er og tekur stjórnina af fólki. Hver og einn ber ábyrgð á hegðun sinni. Þegar einhver gerir sig óhæfan til að hafa fulla stjórn á sér með því að innbyrða áfengi, hefur löggjafinn ákveðið að viðkomandi verði hættulegur ökumaður og honum er refsað. - Skilurðu þingmaður

Ég er þess fullviss, að ef frumvarpið nær fram að ganga, munu áhugasamir aðilar opna nokkrar litlar sérverzlanir, með skemmtilegt úrval vína og kynningar á þeim. þar sem góð vín detta ekki úr sölu, ef þau ná ekki ákveðinni sölutölu. Skv. frumvarpinu, verður leyfilegt að selja áfengi í stórmörkuðum, en það þarf að vera á afgirtu svæði. Það á því ekki að skipta máli, hvort fólk þarf að fara inná þetta afgirta svæði, eða fara út úr búðinni og inn í næstu búð, eins og nú er víða.

Mun bitna meira á heilbrigðiskerfinu og fjölskyldum. Nóg er lagt á heilbrigðiskerfið og kerfið getur eķki einu sinnt hjálpað börnum og ungmennum sem eiga erfitt andlega. Afhverju taka þingmenn sem leggja þetta fram ekki ábyrgð og hlusta á meirihluta þjóðarinnar mætti spyrja?

Áfengi kemur til með að hækka um 30-40% Það er ekki til nein heildsala á víni og þess vegna hækkar áfengið um 30-40% umfram það sem kostar í ÁTVR. Þar að auki mun heilbrigðis kerfið fá að finna fyrir því, vegna aukinnar neyslu.

Annars held ég að megin ástæðan fyrir andúð fólks á því að vín séu seld í matvöruverslunum sé sú að það vill ekki að aðrir sem sækja hverfisverslunina sjái hvað og hve mikið þau eru að drekka. Vínbúðir ríkisins eru eins og kirkjur þar sem fólk hleypur inn með höfuðið niður í bringu og forðast að líta framan í nokkurn mann af ótta við að þekkjast. Greiðir síðan fyrir sitt bús með hraði og óbragð í munni. Löngu tímabært að hætta þessum dansi í kringum áfengi. Seljum það sem víðast án feimni.

Þetta er svo arfa vitlaust að það þarf í raun ekki að skrifa langan pistil um þetta, fyrir landsbygðina er þetta ekki gott en það virðist ekki skypta máli fyrir þá sem búa þarna á stór Kópavikssvæðinu

Þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og niðurstaðan stendur í 5 ár, þetta er orðið sorgleg smjörklípa!

Fyrir utan það prinsipp sumra að ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri og það sé þægilegt að geta skotist út í búð, hafi gleymist að kaupa hvítvínið með humrinum, þá skortir mjög á haldbær rök fyrir að breyta núverandi fyrirkomulagi í takt við fyrirliggjandi frumvarp. Þarna er fátt sem selur hugmyndina. Yfirgnæfandi líkur á hærra verði og lakara úrvali, sérstaklega á landsbyggðinni, drepa þetta mál í mínum huga.

Tel þetta gott eins og er: 1. Áfengi er ekki nauðsynjavara eins og matur, heldur munaðarvara. 2. Er nú þegar mjög gott aðgengi, 50 verslanir á landinu eða 1 verslun á hverja 4000 íbúa >20ára og opnunartímar rýmilegir 6 daga vikunar 3. Mikið og gott úrval, fyrirmyndar þjónusta, og ráðgjöf 4. Álagning; smásöluálagning er 18% á bjór og léttvín en 12 % á sterk vín. 5. Fjöldi manns mun missa vinnu ef 50 verlanir verða lagðar niður, afgreiðslufólk, ráðgjafar, lagerstarfsmenn, bílstjórar og fl.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og niðurstaðan stendur í 5 ár, þetta er orðið sorgleg smjörklípa!

Þarf ekki að fara í spes ferð í ríkið fyrir 2 helvítis bjórdósir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information